Kafli í Líflínu
Í verkinu Kafli í Líflínu var ég velta fyrir mér aflinu sem móðurástin er og hvað það gerir hjartanu að vera móðir einungis eina viku í senn á móti annarri þar sem börnin eru fjarri þér á öðru heimili. Hvernig er hægt að fylla upp í tómarúmið og hvernig ætlaru að takast á við tilfinningarnar sem brjótast um í brjóstinu og hjartasárinu yfir þessum veruleika? Ég velti fyrir mér spurningunni hvernig við spilum úr spilunum sem okkur eru gefin í lífinu og svaraði þeirri spurningu á þá leið að við þurfum að takast á við erfiðleikana sem krefjandi verkefni sem við ætlum að sigrast á, eins og einn kafla sem við þurfum að ljúka til þess að komast í næsta kafla eða upp á næsta þrep í lífinu. Ég leysti úr þessari tilfinningaflækju með sjálfs listaþerapíu með því að leyfa myndavélinni að leiða mig áfram þegar ég fann fyrir tómarúmi án barnanna eða tilfinningar sem ég þurfti að losa um, náttúran gaf mér aukin styrk og frelsi og mér tókst að skilja lífið, tilfinningar og hugsanir mínar betur með myndavélina að vopni.















