Ljósmyndastúdíóið og vinnustofan mín er staðsett á Eiðistorgi Seltjarnarnesi á 3.hæð til vinstri eftir stigann við hliðina á hárgreiðslustofunni.
Bókanir eða fyrirspurningar :
gudrunsifolafs@gmail.com
s. 7788767
*Vinsamlegast sendu sms varðandi erindi ef ég svara ekki símanum
og þá hringi ég til baka.
Listaverk
Ég vinn öll listaverk í formi ljósmynda og prenta á hágæða ljósmyndapappír á stóran canon plotter með 12 lita bleki.
Í listsköpun minni vinn ég helst með náttúruna, jörðina, fólk, dýr, tilfinningar og lífið sjálft. Vinn mikið í seríum og bókagerð.
Ég tek glöð á móti óskum um verk í tengslum við sýningar, sviðslistir, tónlist eða í samstarfi við aðra listsköpun eða listamenn.
Ég hef selt handgerðar bækur og verk til einkaeigu, selt verk inn á hótelherbergi og skrifstofu, gefið verk inn á krabbameinsdeild Landspítalans og í anddyri Ljósmyndaskólans.
Ég var í útskriftarárgangi 2023 í Ljósmyndaskólanum og með verk á samsýningu með samnemendum mínum á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, verið með bókverk á samsýningu í Gallerý Kannski og verið með ljósmyndaseríu á samsýningu í Kína. Ég fékk þann heiður að vera í hópi Finalists Blurring the Lines árið 2023 fyrir útskriftarverkið mitt Hugarangur.
Ég er opin fyrir allskonar hugmyndum svo endilega hafðu samband ef þú hefur eitthvað skemmtilegt í huga, hefur áhuga á að kaupa verk hjá mér eða vilt fá mig í sérstakt verkefni.
Verðskrá fyrir myndatökur 2025
Öll verð miðast við myndatökur í stúdíó, utandyra, í heimahúsi eða annarstaðar.
Verðskrá er til viðmiðunar og velkomið er að óska verðtilboða.
Myndir afhendast í vefgæðum.
Óski viðskiptavinur eftir prentgæðum leggst 15.000 kr. ofan á myndatökuverðið.
Ég býð einnig upp á prentun úr myndatökum eða bý til ljósmyndabækur, sjá prentverðskrá.
*ATH ef bóka á barnamyndatöku vinsamlegast hafið í huga að seinnipartinn eftir leikskóla eða skóla er yfirleitt ekki hentugur tími fyrir börnin þar sem þreyta er oft komin í mannskapinn á þeim tíma. Best er að panta tíma þann tíma dags þegar þið vitið að börnin eru vel stemmd. Einstaka helgarbókanir eru einnig í boði.
Passamyndataka 6.000 - 8.000 kr.
1 Andlitsmynd
Myndir fyrir t.d. ökuskírteini, VISA umsóknir, starfsmannamyndir
Mynd afhent rafrænt og/eða 4 passamyndir útprentaðar
Portrait myndataka 45.000 kr
8 myndir
30 mínútur
Einstaklings myndataka
Myndir afhentar rafrænt í vefgæðum
Myndir fyrir t.d. ferilskrá, umsóknir, sérstök tilefni, annað
Meðgöngumyndataka 55.000 kr.
15 myndir
30-60 mínútur
Myndir afhentar rafrænt í vefgæðum
Ef fjölskyldan er með uppfærist myndatakan
og verð upp í fjölskyldumyndatöku.
Nýburamyndataka 55.000 kr.
15 myndir
45-90 mínútur
Myndir afhentar rafrænt í vefgæðum
Myndataka í náttúrulegu umhverfi heima fyrir
Barna eða fjölskyldu myndataka 65.000 kr.
20+ myndir
30-60 mín
Myndir afhentar rafrænt í vefgæðum
Sama verð fyrir eitt barn, systkinahóp eða fjölskyldu allt að 5 manns
Viðburðir frá 65.000 kr. +
Verð fer eftir fjölda mynda, lengd og stærð viðburða
Hafðu samband um um óskir og umfang
Brúðkaup frá 70.000 kr. +
Hafðu samband, fáðu tilboð og spjöllum saman um allt sem skiptir máli fyrir stóra daginn, verð, umfang, myndafjölda, afhendingu á myndum, ljósmyndabók, óskir, væntingar og fleira mikilvægt. Við sníðum þetta alfarið eftir ykkar þörfum og verð er samkvæmt því.
Aðrar myndatökur
Vöruljósmyndun
Ferðaþjónusta
Starfsmannamyndir
Myndir fyrir auglýsingar
Myndir fyrir plötuumslög
Landslag/Náttúra
Myndvinnsla
Hafðu samband um óskir og verðtilboð
Prentverðskrá
Ég prenta á CANON 4100 PRO plotter með 12 lita bleki á hágæða ljósmyndapappír.
Lustre / Fine Art Paper
A4 (max 20x27cm) 3.000 / 5.000 kr.
A3 (max 29x39cm) 5.000 / 7.000 kr.
A3+ (max30x47cm) 6.000 / 8.000 kr.
A2 (max 41x57cm) 7.000 / 9.000 kr.
40x60cm 24” roll 11.000 kr.
50x70cm 24” roll 13.000 kr.
60x90cm 24” roll 15.000 kr.
70x100cm 44” roll 18.000 kr.
100x120cm 44” roll 22.000 kr.
*Ég rukka eftir pappírsstærðum og pappírsgerð sem þýðir að á A4,A3,A3+,A2 er hægt að raða eins mörgum myndum/stærðum og passa á blaðið.
Til dæmis á A4 passa 2stk af 13x18cm og á A3+ passa tvær myndir í fullri A4 stærð.
*Hafið samband ef óskað er eftir tilboði í fjöldaprentun eða sér stærðir.
Ljósmyndabók
Með myndum úr myndatöku eða með öðrum myndum viðskiptavinar.
Hafið samband um verðtilboð, fjölda og stærðir.
* Verð 30.000 kr. miðað við 20 myndir.
Smáa og mikilvæga letrið:
Ef þú hefur einhverjar aðrar óskir að myndatöku sem þú finnur ekki í verðskrá, sendu mér þá línu og ég gef þér tilboð.
Ekki er hægt að fá allar myndir úr myndatökunni né óunnar myndir.
Almennt miða ég við að skila af mér myndum 2 vikum eftir myndatöku.
Ég vel bestu myndirnar úr myndatökunum til að vinna en óski viðskiptavinur sérstaklega eftir því að fá að ráða hvaða myndir hann fær getur hann komið til mín í stúdíóið og við förum í gegnum myndirnar saman.
Myndir úr myndatökum afhendast rafrænt í vefgæðum.
Ég tek að mér prentun á myndum úr myndatökum, sjá prentverðskrá. Ég hef reynslu í að prenta myndir og prenta ljósmyndirnar á stóran plotter - canon ljósmynda prentara með 12 lita bleki og á hágæða ljósmyndapappír.
Viðskiptavinur getur óskað eftir afhendingu á myndun í prentgæðum gegn auka gjaldi 15.000 kr. sem leggst ofan á myndatökuverð. Ef prenta á annarstaðar en hjá mér hafið þá í huga að gæði prentunar, gæði pappírs og réttar litastillingar skipta miklu máli fyrir góða prentun á ljósmyndum.
Óski viðskiptavinur eftir auka unnum myndum úr myndatöku umfram fjölda mynda sem gefin er upp í verði þá leggst 3.500 kr. á hverja auka mynd, við ræðum tilboðsverð ef fjöldinn er mikill.
Ef ég skila fleiri myndum af mér til viðskiptavina en sagt er til um í upphafi er það gjöf mín til þín og ég mun ekki rukka auka verð fyrir það.
Myndir úr myndatökunni má birta á eigin samfélagsmiðlum en ég held höfundarréttindum og því má ekki breyta myndunum á neinn hátt fyrir birtingu til dæmis með því að breyta myndvinnslu, setja filter eða klippa til myndir.
Þá er kærkomið að merkja mig á myndir á instagram @gudrunsifolafs.Þó að ég haldi höfundarréttinum að myndunum þá eru þetta samt þínar persónulegu myndir sem þú hefur keypt af mér og því birti ég ekki myndir á eigin samfélagsmiðlum nema með leyfi viðkomandi en ég áskil mér þann rétt að birta þær á heimasíðunni minni.
Ef myndatakan er utan höfuðborgarsvæðisins leggst auka gjald eftir staðsetningu að lágmarki frá 5.000 kr.
Ég áskil mér þann rétt að breyta verðskrá fyrirvaralaust en verð breytist ekki ef bókun hefur þegar verið gerð.
Ég geymi allar myndir í 1 ár frá myndatökunni en eftir þann tíma verður þeim fargað og einungis unnum myndum haldið eftir.
Haust Tilboð
Barna og/eða fjölskyldu myndataka
+ Ljósmyndabók 79.000 kr.
20-30 myndir
45-60 mín
Ljósmyndabók með 20 myndum
Myndir afhendast einnig rafrænt í vefgæðum
Tilboð að andvirði 95.000 kr.