Hugarangur
Í glundroða lífsins rennum við okkur frjáls í rómantískum
rússíbana gegnum fortíð, nútíð og framtíð.
Við sjúgum veröldina í okkur eins og mítill sýgur könguló
sem hefur farið yfir móðuna miklu.
Þokuskýjið yfir okkur stækkar ört.
Við höngum á bláþræði og hringrás lífsins er farin að
dansa örþunnan línudans. Það verður ofskömmtun af dauðadjúpum sprungum.
Jafnvel regnboginn fær tár í hvarmana.
Hvað er heimsendir amma?
Öfluga peð, þú stendur þig vel í leikriti lífsins.
Í þér býr kynngimagnaður kraftur í eilífðar smáblómi.
Jafnvægið og vonin búa í þínum kærleik.
Við skulum frysta tímann og gefa grósku á ný.
Harmabót er í hnossi skilyrðislausrar ástar.
/
Amidst the chaos of life, we glide freely on a romantic
rollercoaster through past, present and future.
We suck in our world, as a tick sucks a spider that has
crossed the great divide.
Clouds gather above us.
We hang by a thread, and the circle of life has begun
to dance along a very narrow tightrope.
There will be an overdose of deadly deep crevasses.
Even the rainbow begins to weep.
What is the end of the world, Grandma?
A powerful pawn, you have a big part to play in the
drama of life.
In you exists a magical strength in an eternal little flower.
Balance and hope reside within your love.
We shall freeze time and give growth again.
Succour exists in the blessing of unconditional love.
Hugarangur er bókverk með ljósmyndum frá amstri hversdagsins ásamt augnablikum í íslenskri náttúru þegar listamaðurinn sækir í hana til þess að næra sálina, skilja lífið betur og hugleiða í leit að von og jafnvægi á jörðinni sem við deilum.
Undirtónninn í bókinni er sú loftlagssorg og loftlagskvíði sem höfundur þjáist af. Við viðveru í náttúrunni og með betri skilning á náttúrunni ein ásamt börnum myndaðist sú vonarglæta um að framtíðin er björt.
Náttúran spyrnir ávallt á móti þeirri eyðileggingu sem maðurinn hefur valdið og börn framtíðarinnar ganga út í lífið með betri skilning hvað skiptir máli fyrir jafnvægi vistkerfissins og lífríkissins ásamt betri tólum í farteskinu til þess að sporna gegn röskun þess enn meira.
Hugarangur var útskriftarverkið mitt frá Ljósmyndaskólanum sem sýnt var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur desember 2022.
Ég tók þátt í ljósmyndakeppni Blurring the Lines árið 2023, sem er keppni fyrir útskriftarverk frá ljósmyndaskólum víðsvegar um heim, með miklu stolti og þakklæti varð ég ein af þeim sem var valin í hóp þeirra sem unnu það árið. Ásamt þeim heiðri fengum við öll að hittast saman á ráðstefnu yfir zoom, fengum einkaviðtöl við starfandi ljósmyndara og sýningarstjóra til að ræða verkin okkar ásamt því að kynnast verkum hvors annars.
Bókin í heild sinni hefur eingöngu komið út í tveim eintökum að þessu sinni. En ég bjó til litlar handgerðar harmonikku bækur í 8 eintökum úr einum kafla bókarinnar, Öfl náttúrunnar, sem var sá kafli sem var til sýnis á útskriftarsýningunni á viðarhillu í sama harmonikku bókaformi, bækurnar seldi ég á Reykjavík Art Book Fair í maí 2024.
Hér fyrir neðan eru sýnishorn af myndum úr bókinni.






































